Innlent

Starfs­maður á Sælu­koti sakaður um of­beldi gegn barni

Eiður Þór Árnason skrifar
Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum.
Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Já.is

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu.

María vildi lítið tjá sig um málið en segir að umrætt atvik hafi átt sér stað áður en hún tók við skólastjórastöðunni þann 1. ágúst síðastliðinn.

Í tölvupósti hennar til foreldra kemur fram að viðkomandi starfsmaður hafi verið sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir. Þá séu skólastjórnendur í samskiptum við Barnavernd og Reykjavíkurborg vegna málsins.

„Það sem skiptir mestu máli er að börnin ykkar séu örugg og hamingjusöm hér í Sælukoti og við munum gera allt sem við getum til að leysa málið eins hratt og hægt er,“ segir í póstinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.