Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 16:00 Lyfjastofnun mælir ekki með notkun lyfsins í tengslum við Covid, hvorki við meðferð sjúklinga né í fyrirbyggjandi tilgangi. Soumyabrata Roy/NurPhoto via Getty Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stofnunin hafi fengið ábendingar um að verið sé að hvetja til notkunar lyfsins hér á landi, og raunar einnig að verið sé að nota það. Hún bendir á að evrópska lyfjastofnunin og sú bandaríska hafi báðar lýst því yfir að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist í baráttunni við kórónuveiruna. „Það voru svo sem einhverjar vonir bundnar við þetta í upphafi, en það hefur síðan ekki komið í ljós,“ segir Rúna. Ivermectin er orma- og sníkjudýralyf, sem samþykkt hefur verið til meðferðar hjá dýrum, en einnig fólki í ákveðnum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við Covid-19. Getur það reynst fólki hættulegt að nota lyfið gegn Covid? „Það er alls óvíst. Það er óvíst í hvaða skömmtum er verið að mæla með þessu og annað slíkt. Við höfum bara varað við því að fólk sé að nota eitthvað sem ekki hefur skráðar ábendingar og ekki er verið að ávísa. Fólk veit kannski ekki hvaðan það kemur og hvernig ávísunin er,“ segir Rúna. Hún segir lítið vitað um notkun lyfsins gegn Covid, en ekkert hafi komið fram um sérstakan ávinning af því að nota lyfið í tengslum við Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stofnunin hafi fengið ábendingar um að verið sé að hvetja til notkunar lyfsins hér á landi, og raunar einnig að verið sé að nota það. Hún bendir á að evrópska lyfjastofnunin og sú bandaríska hafi báðar lýst því yfir að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist í baráttunni við kórónuveiruna. „Það voru svo sem einhverjar vonir bundnar við þetta í upphafi, en það hefur síðan ekki komið í ljós,“ segir Rúna. Ivermectin er orma- og sníkjudýralyf, sem samþykkt hefur verið til meðferðar hjá dýrum, en einnig fólki í ákveðnum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við Covid-19. Getur það reynst fólki hættulegt að nota lyfið gegn Covid? „Það er alls óvíst. Það er óvíst í hvaða skömmtum er verið að mæla með þessu og annað slíkt. Við höfum bara varað við því að fólk sé að nota eitthvað sem ekki hefur skráðar ábendingar og ekki er verið að ávísa. Fólk veit kannski ekki hvaðan það kemur og hvernig ávísunin er,“ segir Rúna. Hún segir lítið vitað um notkun lyfsins gegn Covid, en ekkert hafi komið fram um sérstakan ávinning af því að nota lyfið í tengslum við Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira