Innlent

Allur leik­skólinn sendur í sótt­kví

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Smit kom upp á leikskólanum Álftaborg í Reykjavík, en myndin er þó ótengd leikskólanum.
Smit kom upp á leikskólanum Álftaborg í Reykjavík, en myndin er þó ótengd leikskólanum. Vísir/Vilhelm

Öll börn og allt starfsfólk leikskólans Álftaborg í Safamýri í Reykjavík hafa verið send í sóttkví eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni leikskólans.

Alls eru 88 pláss á leikskólanum sem skiptist í fjórar deildir. Þrátt fyrir aðskildar deildir mat stjórn leikskólans í samráði við rakningarteymi það svo að öll börn og starfsfólk hafi verið útsett fyrir smiti.

„Við höfum farið yfir stöðuna með rakningarteyminu og í ljósi aðstæðna fara öll börn og starfsmenn í sóttkví. Reglur um sóttkví frá rakningateymi má sjá hér fyrir neðan. Erfitt er að halda skólanum alveg hólfa skiptum þar sem aðlögun er að byrja og börnin eru að færast á milli deilda og við að taka inn ný börn,“ segir í tilkynningu sem leikskólastjóri sendi til foreldra.

Að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins fara öll börnin í sýnatöku á þriðjudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×