Innlent

Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurreifir forsvarsmenn Talibana eftir að hafa náð Kabúl á sitt vald.
Sigurreifir forsvarsmenn Talibana eftir að hafa náð Kabúl á sitt vald. epa

Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir að hinn Íslendingurinn sem sinnt hefur verkefnum fyrir NATO sé enn við störf í Kabúl og muni yfirgefa landið ásamt öðru starfsliði á vegum bandalagsins. 

„Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu er í stöðugum samskiptum við manninn.

Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu Íslendinga sem enn eru í Kabúl.Vísir/Vilhelm

Auk þessara einstaklinga er borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins nú kunnugt um átta aðra íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl. Um er að ræða tvenn hjón og börn þeirra. Borgaraþjónustan á í samskiptum við aðrar borgaraþjónustustofnanir á Norðurlöndum um möguleika á að fjölskyldurnar komist úr landi ásamt öðrum norrænum borgurum.

Utanríkisþjónustan er í beinum samskiptum við fólkið, fylgist grannt með framvindunni og veitir aðstoð eins og kostur er. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.“

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að utanríkisráðuneytið leiðrétti fyrri tilkynningu. Tíu Íslendingar eru í Kabúl svo vitað sé, ekki níu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.