Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 08:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu. Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37