Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 08:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu. Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37