„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 12:24 Þórólfur segir að hann verði fljótur að bregðast við mögulegu neyðarkalli spítalans. Vísir/Vilhelm Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01
Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55