Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 12:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu, sóttkví og einangrun þau tól sem til eru til að halda aðgerðum niðri. Væntanlegar breytingar á reglum um sóttkví snúist aðallega um að laga þær sérstaklega að fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira