Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 12:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu, sóttkví og einangrun þau tól sem til eru til að halda aðgerðum niðri. Væntanlegar breytingar á reglum um sóttkví snúist aðallega um að laga þær sérstaklega að fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira