Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 11:05 Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni. Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni.
Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira