Innlent

Tekur við sem for­maður SÍNE

Atli Ísleifsson skrifar
Freyja Ingadóttir.
Freyja Ingadóttir. SÍNE

Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Í tilkynningu frá SÍNE segir að Freyja starfi sem verkefnisstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki og útskrifast með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg í fyrra. Síðastliðið ár hafi Freyja gegnt hlutverki gjaldkera SÍNE.

Ennfremur segir að á ráðstefnunni hafi verið farið yfir störf SÍNE á síðasta starfsári, þar sem bólusetningar íslenskra námsmanna erlendis og gengisleiðrétting skólagjaldalána hafi borið hæst.

Ásamt nýjum formanni var ný stjórn SÍNE kjörin en hana skipa:

  • Anna Þórhildur Gunnarsdóttir
  • Bjarki Þór Grönfeldt
  • Ísak Rúnarsson
  • Kolfinna Tómasdóttir
  • Númi Sveinsson
  • Ragnar Auðun Árnason
  • Vera Jónsdóttir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×