Innlent

Minnst 55 greindust innanlands í gær

Eiður Þór Árnason skrifar
Miklar annir hafa verið í sýnatöku vegna Covid-19.
Miklar annir hafa verið í sýnatöku vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust minnst 55 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Ef um lokatölur er að ræða er þetta í fyrsta sinn frá 31. júlí sem meirihluti nýgreindra var í sóttkví við greiningu og í annað sinn frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst.

Á sjúkrahúsi eru 30 sjúklingar innilggjandi vegna Covid-19 og fækkar um einn milli daga. Áfram eru sex á gjörgæsludeild. Af þeim sem greindust í gær voru 32 fullbólusettir eða 58 prósent. Í einangrun eru nú 1.170 einstaklingar og 1.988 í sóttkví. 

Tveir ferðamenn greindust jákvæðir á landamærunum í gær og bíður annar þeirra niðurstöðu mótefnamælingar.

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða lokatölur gærdagsins en samkvæmt verklagi almannavarna verða tölurnar næst uppfærðar á morgun. Á laugardag greindust 64 einstaklingar innanlands með Covid-19 en 39 þeirra voru fullbólusettir.

2.385 innanlandssýni voru tekin í gær en líkt og venja er mættu færri í sýnatöku um helgina en dagana á undan. Í gær voru tekin 339 landamærasýni. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita mælist nú 392,4 á hverja 100 þúsund íbúa og lækkar milli daga.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×