Innlent

Reikna með að gefa um tíu þúsund skammta í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón

Bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík verða teknar upp á ný eftir sumarfrí í dag. Bólusett verður næstu fjóra daga milli klukkan 10 og 15.

Í vikunni er stefnt að endurbólusetningu hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og þá verða svokallaðir örvunarskammtar gefnir fyrir þá sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Vísi að reiknað sé með að gefnir verði hátt í tíu þúsund skammtar í dag. Þeir sem eigi að fá örvunarskammt muni fá bóluefni Moderna í dag.

Á heimasíðu Heilsugæslunnar segir að þau sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafi fengið Janssen örvunarskammt þurfi ekki að mæta í annan örvunarskammt.

Fólk sem er óbólusett er velkomið í bólusetningu á Suðurlandsbraut 34 klukkan 10-15 alla virka daga. Einnig sé velkomið að mæta í bólusetningu í Laugardalshöll á miðvikudaginn og fimmtudaginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×