Fótbolti

Sigur í fyrsta leik Maríu með Celtic

Arnar Geir Halldórsson skrifar
María í leik í Pepsi Max deildinni fyrr í sumar.
María í leik í Pepsi Max deildinni fyrr í sumar.

María Catharina Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Celtic sem tók á móti Hearts í skosku bikarkeppninni í dag.

Hin sautján ára gamla María var keypt til skoska stórveldisins frá Þór/KA í sumar en áður en deildarkeppnin í Skotlandi hefst er leikin bikarkeppni. 

María var í byrjunarliði Celtic og lék fyrsta klukkutímann í 2-0 sigri á Hearts en staðan var orðin 2-0, Celtic í vil, þegar Maríu var skipt af velli.

Celtic er á leið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunn og mætir spænska úrvalsdeildarliðinu Levante á þriðjudag.

Keppni í skosku deildinni hefst þann 5.september næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.