Haaland sökkti Eintracht Frankfurt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 19:27 Bestur á vellinum í dag. AP Photo/Martin Meissner Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í dag í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Erling Braut-Haaland stal að venju senunni með frábærum leik. Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira
Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira