Jóhann byrjaði í liði Burnley og lék allan leikinn án þess að láta sérstaklega að sér kveða fyrir utan að hafa fengið gult spjald snemma í leiknum. Burnley byrjuðu þó betur og komust yfir með marki frá James Tarkowski strax á 2. mínútu leiksins eftir góða hornspyrnu frá Ashley Westwood. Tarkowski heldur þar með uppteknum hætti frá síðustu leiktíð.
FT: A dream start to the season!
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) August 14, 2021
https://t.co/S3j1TIedJv #BHAFC pic.twitter.com/x8YJ2ePqVk
Burnley hélt forystunni allt fram að 73. mínútu þegar að Neil Maupay jafnaði leikinn fyrir gestina frá suðurströnd Englands. Það var svo á 78. mínútu þegar að Pascal Gross átti frábæra sendingu innfyrir vörn Burnley og Alexis Mac Allister skoraði sigurmarkið. lokatölur 1-2 og erfið byrjun á tímabilinu fyrir Burnley staðreynd.
Jákvætt að sjá 90 mínútur hjá Jóhanni Berg sem hefur verið í veseni með meiðsli undanfarin ár og góður fyrirboði fyrir komandi landsleiki ef hann er heill heilsu.