Enski boltinn

Jóhann Berg lék allan leikinn í tapi

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Adam Lallana og Alexis MacAllister fagna
Adam Lallana og Alexis MacAllister fagna Anthony Devlin/PA via AP

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley máttu þola tap á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að liðið mætti Brighton.

Jóhann byrjaði í liði Burnley og lék allan leikinn án þess að láta sérstaklega að sér kveða fyrir utan að hafa fengið gult spjald snemma í leiknum. Burnley byrjuðu þó betur og komust yfir með marki frá James Tarkowski strax á 2. mínútu leiksins eftir góða hornspyrnu frá Ashley Westwood. Tarkowski heldur þar með uppteknum hætti frá síðustu leiktíð.

Burnley hélt forystunni allt fram að 73. mínútu þegar að Neil Maupay jafnaði leikinn fyrir gestina frá suðurströnd Englands. Það var svo á 78. mínútu þegar að Pascal Gross átti frábæra sendingu innfyrir vörn Burnley og Alexis Mac Allister skoraði sigurmarkið. lokatölur 1-2 og erfið byrjun á tímabilinu fyrir Burnley staðreynd.

Jákvætt að sjá 90 mínútur hjá Jóhanni Berg sem hefur verið í veseni með meiðsli undanfarin ár og góður fyrirboði fyrir komandi landsleiki ef hann er heill heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×