Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Stöð 2/Einar Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“ Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Í vikunni greindum við frá því að 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Fjöldinn vekur óhug Þingmaður segir þessa miklu fjölgun vekja óhug. „Þetta er ekki bara lítil fjölgun heldur gríðarlega mikil fjölgun og þá vitum við það að það eru sjálfvirkar vélbyssur í umferð allavegana, þó svo að þær eigi að vera kyrfilega geymdar og í eigu safnara að mesu leyti til,“ sagði Rósa Björk Bynjólfsdóttir, þingmaður. Fjölgun innfluttra skotvopna virðist vera vegna áhuga safnara og rýmri skilgreiningu á safnvopni. Í vor fjallaði Kompás ítarlega um skipulagða glæpastarfsemi en allt bendir til þess að hún hafi færst í vöxt á Íslandi. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir aukna hörku einkenna undirheima Íslands. „Þá náttúrulega setur maður þetta kannski í samhengi við það að það sé hægt að stela byssum og koma þeim í markað og umferð í ólöglegum tilgangi og oft skelfilegum tilgangi.“ Hlusta þurfi á lögregluna berist viðvörunarorð Sjö byssum var stolið á síðasta ári en þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Við þurfum líka að hlusta á lögregluna. Hvernig þau meta stöðuna. Hvort þau séu að kalla eftir skýrari reglugerð eða skýrari og styrkari löggjöf í kringum þetta. Um leið og það koma einhvers konar viðvörunarorð frá lögreglunni þá held ég að við þurfum að bregðast mjög hratt og mjög skjótt við. Ef lögreglan telur að þetta sé of rúm reglugerð þá verðum við að bregðast mjög skjótt við.“
Skotvopn Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11. ágúst 2021 20:36