Hefur áhyggjur af stolnum byssum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 20:36 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhyggjur af vélbyssusöfnurum. Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. „Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira