„Ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2021 15:35 Nýnemarnir eru spenntir fyrir því að byrja í skólanum, hvað sem komandi veiruvetur ber í skauti sér. Vísir/Einar Nýnemadagur Háskólans í Reykjavík fór fram með öðru sniði en venjulega í dag. Í stað þess að hittast og blanda geði á göngum skólans var nemendum raðað niður í stofur eftir deildum, vegna sóttvarnaráðstafana. Nýnemar eru þó flestir spenntir að hefja nám við skólann. Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“ Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35