Fagna sáttum og áframhaldandi starfsemi safnsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 16:49 Páll Guðmundsson, sem rekið hefur Legsteinasafnið á Húsafelli, segist ánægður með að safnið verði ekki rifið eða fært. „Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX
Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38