Innlent

Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Legsteinasafnið þarf að hverfa nema sátt náist.
Legsteinasafnið þarf að hverfa nema sátt náist. Facebook/Páll á Húsafelli

Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá.

Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum.

Greindi Páll frá því í gær á Facebook að hefja ætti niðurrifið klukkan tvö í dag.

Skessuhorn segir hins vegar frá því að fulltrúar Borgarbyggðar hafi boðað alla aðila málsins á fund sem átti að hefjast klukkan átta í morgun.

Er markmiðið að gera lokatilraun til að ná sáttum í deilunni um Legsteinasafnið, en að því er fram kemur höfðu allir deiluaðilar í málinu boðað komu sína á fundinn.


Tengdar fréttir

Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið

Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×