Yfirgáfu félagið þar sem þjálfarinn beitti leikmenn ítrekað andlegu ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 10:30 Richie Burke ku hafa kallað leikmenn öllum illum nöfnum, gert lítið úr þeim, móðgað þá og brotið niður. Scott McIntyre/Washington Post Á síðustu tveimur árum hafa fjórir leikmenn yfirgefið knattspyrnuliðið Washington Spirits sem leikur í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Ástæðan er munnlegt og andlegt ofbeldi þjálfara liðsins. „Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images Fótbolti NWSL Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
„Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images
Fótbolti NWSL Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira