Messi og konan þurftu að hressa hvort annað við áður en þau sögu strákunum frá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 11:01 Lionel Messi með eiginkonu sinni Antonella Roccuzzo og syni þeirra Thiago. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Guillem Balague, fréttamaður breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, fékk einkaviðtal við Lionel Messi eftir blaðamannafundinn á Parc des Princes í gær þar sem Messi var kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain. Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira