Innlent

95 komur og brottfarir í dag

Heimir Már Pétursson skrifar
Fjölda ferðamanna sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega.
Fjölda ferðamanna sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega. Vísir/Sigurjón

Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play.

Fjölmörg önnur flugfélög eins og Wizz Air, Delta, SAS, British Airways og United eru einnig með brottfarir frá Keflavík í dag. 

Þessi mikil fjöldi brottfara er mjög nálægt því sem var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun febrúar á síðasta ári. 

Komur eru heldur færri en brottfarirnar í dag eða 44. Samanlagðar komur og brottfarir verða því 95 á Keflavíkurflugvelli í dag.

Frá því opnað var fyrir hindrunarlausa komu fullbólusettra farþega til landsins í lok júní hefur farþegum fjölgað mjög mikið. 

Örtröð hefur myndast í flugstöð Leifs Eiríksonar vegna tafa við að fara yfir öll nauðsynleg gögn frá farþegum og segir lögregla plássleysi einnig hamla mjög starfseminni með þennan mikla farþegafjölda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×