Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 17:46 Aguero er á meðal leikmanna sem Barcelona fékk í sumar en geta ekki verið skráðir til leiks hjá félaginu enn um sinn. EPA-EFE/Alejandro Garcia Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni. Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“. Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira
Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“.
Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira