Enski boltinn

Næst markahæsti leikmaður ensku B-deildarinnar tekur við keflinu af Ings

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adam Armstrong skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Southampton.
Adam Armstrong skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Southampton. Matt Watson/Southampton FC via Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Southampton gekk í dag frá kaupum á sóknarmanninum Adam Armstrong frá Blackburn Rovers. Armstrong skrifaði undir fjögurra ára samning í dag.

Southampton hefur verið að leita að eftirmanni Danny Ings sem gekk í raðir Aston Villa á dögunum. Ings skoraði 41 mark í 91 deildarleik fyrir Southampton.

Armstrong er 24 ára og var næst markahæsti leikmaður ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 28 mörk í 40 leikjum.

Hann er uppalinn hjá Newcastle þar sem hann lék 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var táningur. Síðan þá hefur hann skorað 58 mörk í 151 leik fyrir Blackburn í B- og C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×