Skotarnir komust yfir á 19. mínútu með marki frá Alfredo Morelos efti stoðsendingu frá Ryan Kent.
Hvorugu liðinu tókst að skora meira í fyrri hálfleik, en leikmaður Malmö, Bonke Innocent, nældi sér í tvö gul spjöld á fimm mínútna rétt fyrir hlé og þar með rautt spjald.
Það virtist þó ekki draga úr Svíunum að þurfa að spila allan seinni hálfleikinn manni færri. Antonio-Mirko Colak jafnaði metin á 53. mínútu eftir stoðsendingu frá Veljko Birmancevic.
Antonio-Mirko Colak kom Malmö svo í 2-1 forystu, aðeins fjórum mínútum seinna. Það reyndist lokamark leiksins og 2-1 sigur sænska liðsins í höfn.