Innlent

Byggja eininga­hús við Foss­vogs­skóla fyrir kennslu í vetur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi en yngri bekkir munu vera áfram í Fossvogi. 
Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi en yngri bekkir munu vera áfram í Fossvogi.  Vísir/Vilhelm

Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Nemendur í 5. til 7. bekk í Fossvogsskóla munu halda áfram að sækja tíma í Korpuskóla á meðan 1. til 4. bekkur mun stunda nám í Fossvogi. Áfram verður nemendum og kennurum boðið upp á rútuferðir í og úr Korpuskóla að morgni og við skólalok.

Yngstu nemendurnir, sem verða áfram í Fossvogi, munu nema í tíu eininga byggingum sem verið er að setja upp á svæði þar sem bílastæði starfsfólks er nú. Verið er að kynna verkefnið í hverfinu og önnur skipulagsmál að klárast.

„Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Víkings um að kennsla í 2. til 4. bekk verði þar fyrstu vikurnar. Fyrstu bekkur mun hefja nám í Útlandi, í húsnæði frístundar,“ segir í tilkynningunni.

Vonast er til þess að kennsla í einingahúsunum hefjist um miðjan september.


Tengdar fréttir

EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla

Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans.

Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar

Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum.

Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur

Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×