Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 23:09 Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun