Innlent

Smit í Reykjadal: „Ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Börn og ungmenni skemmta sér vel á sumrin í Reykjadal.
Börn og ungmenni skemmta sér vel á sumrin í Reykjadal. slf.is

Tæplega áttatíu manns eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, um helgina. Forstöðukona Reykjadals segist sorgmædd yfir aðstæðunum en vonar að bólusetningar dugi til að verja þennan viðkvæma hóp.

Starfsmaður í Reykjadal greindist með kórónuveiruna á laugardag og í beinu framhaldi voru allir, fimmtíu starfsmenn og tuttugu og sjö gestir, sendir í sóttkví, að sögn Margrétar Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadals.

„Þetta er ofsalega viðkvæmur hópur sem var í dvöl hjá okkur og við erum auðvitað ekki róleg yfir þessum aðstæðum en það var ofboðslega góð samvinna milli foreldra, starfsfólks og gesta sem voru í Reykjadal sem varð til þess að við náðum að rýma húsið á mettíma og koma öllum heim í sóttkví.“

Margrét segir að góð samvinna hafi verið á milli Reykjadals, foreldra og smitrakningarteymisins.

„Í fyrra við náðum að klára sumarið og náðum að klára allar okkar vikur og vorum auðvitað að vona það besta að við myndum ná því í sumar. Þetta er hópur sem að var búinn að bíða allra lengst eftir sinni sumardvöl og hópur sem hefur verið mikið einangraður a þessum tíma sem við höfum verið að kljast við vieuna þannig að það gerir þessar aðstæður enn erfiðari og eins og ég sagði áðan við erum bara ofsalega sorgmædd yfir þessum aðstæðum.“

Enginn hefur fundið fyrir einkennum frá því að veiran greindist, en starfsmaðurinn var sömuleiðis nær einkennalaus.

„Við erum auðvitað bara ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum. Við vorum búin að eiga mjög góða daga með hópnum sem var í Reykjadal og okkur langaði ekkert frekar en að klára dvölina og skapa ógleymanlegar minningar með þessum gestum en svo eins og ég hef sagt þá læddist veiran inn með látum,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.