Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. ágúst 2021 19:03 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26