Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. ágúst 2021 20:26 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira