Þriðjungs aukning í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu. Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“ Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“
Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57