Þriðjungs aukning í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu. Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“ Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“
Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57