Sneri aftur til vinnu í fæðingarorlofi vegna stöðunnar á spítalanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 14:55 Sólveig sneri aftur til vinnu vegna manneklu á Landspítalanum en hún er nýbúin að eignast barn og er enn í fæðingarorlofi. Vísir „Nú kem ég inn á vakt númer tvö, er búin að vera í fæðingarorlofi og er enn í þar sem sonur minn er fjögurra mánaða. Ég kem inn því það vantar svo mönnun og vinn eins og ég má samhliða orlofinu,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Gylfadóttir í pistli sem hún birti á Facebook í gær. Sólveig segist meðvituð um að umræða sé um álag á spítalanum en segir engan gera sér grein fyrir hversu mikið álagið er, sérstaklega á smitsjúkdómadeildinni sem sé orðin eingöngu Covid-legudeild. Þá séu enn fleiri deildir komnar að þolmörkum. „Mönnunin er bara alls ekki góð, alltaf undirmönnun og öryggi við hættumörk sjúklinga og starfsmanna! Þessi bylgja er líklega sú versta hingað til og hún hefur ekki náð hámarki. Starfsfólk hleypur um ganga og þarf að forgangsraða og nær varla að sinna grunnþörfum sjúklinga,“ skrifar Sólveig. „Gæti urlast úr reiði þegar ég veit hvað fólk er hundlasið“ Hún segist mjög ósátt með þá umræðu um að „við þurfum að lifa með veirunni.“ Hún segir það ekki möguleika í stöðunni, heilbrigðiskerfið myndi bugast. „Hvernig eigum við að lifa með veirunni? Með því að opna allt og spítalinn fer á hlið og allt starfsfólk dettur niður af því það getur ekki meir, hvað verður þá um sjúklingana?“ spyr Sólveig. Sólveig segist bálreið vegna umræðunnar um óþarfa takmarkanir.Sólveig Gylfadóttir „Heilbrigðiskerfið getur ekki lifað þannig með veirunni. Ég gæti urlast úr reiði þegar ég heyri fólk segja þetta þegar ég veit hvað fólk er hundlasið, á öllum aldri, bólusett, óbólusett, þau eru mörg dauðhrædd og einangruð frá öllum og fær síðan kannski bara lágmarksþjónustu vegna manneklu. Auðvitað er allt gert til að manna og tryggja öryggi, það bara er erfitt að fá fólk til að vinna í þessu komið á annað ár, fólk sem hefur keyrt sig út í öllum bylgjunum.“ Mjólkar sig á milli þess sem hún sinnir sjúklingum Hún segist þó þakklát fyrir að geta hjálpað og segist elska starfið sitt. Hún hafi aðallega ákveðið að snúa aftur úr fæðingarorlofinu til að létta undir samstarfsfólki sínu og vegna samhyggðar sem hún hafi til sjúklinga. „Á milli þess sem ég sinni covid sjúklingum fer ég fram og pumpa mig svo ég missi ekki niður brjóstamjólkina þar sem sonur minn er eingöngu á brjósti,“ skrifar Sólveig. „Samstarfsfólkið mitt eru englar í mannsmynd og eru hetjur og fyrirmyndir. Yfirmenn á deildinni ættu að fá fálkaorðuna fyrir að hafa hvatt okkur áfram og haldið okkur á lofti allan þennan tíma, og fyrir þrotlausa vinnu sem þau hafa unnið,“ skrifar Sólveig. Sólveig vann í fyrstu bylgjunni með ungbarn heima, í þriðju bylgjunni þunguð og nú í þeirri fjórðu með fjögurra mánaða barn heima.Sólveig Gylfadóttir „Við erum sprungin!“ Hún segist viss um að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað starfmenn spítalans geri til að láta hlutina ganga upp. Í fyrstu bylgjunni hafi hún sjálf til dæmis unnið nánast daglega með ungbarn. „Í fyrstu bylgjunni vann ég nánast alla daga, OG var heima með dóttur mína sem var ekki orðin eins árs og ekki byrjuð á leikskóla. Ég skipulagði mig bara vel en fékk nánast enga hvíld og keyrði mig alveg út. Aftur í þriðju bylgjunni þá vann ég ólétt. Og nú mæti ég aftur til leiks með 4 mánaða gamalt barn heima líka,“ skrifar Sólveig. Hún segist reið og ósátt. Álagið sé ómannlegt. Hún segir að áður en fólk hvetji til að veirunni sé sleppt lausri út í samfélagið setji það sig í stöðu sjúkrahússstarfsmanna og sjúklinga. „Í ALVÖRU er bara 200 manna samkomubann og 1m regla! Stjórnvöld viljiði plís gera eitthvað meira! Við erum sprungin!“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fæðingarorlof Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? 6. ágúst 2021 11:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sólveig segist meðvituð um að umræða sé um álag á spítalanum en segir engan gera sér grein fyrir hversu mikið álagið er, sérstaklega á smitsjúkdómadeildinni sem sé orðin eingöngu Covid-legudeild. Þá séu enn fleiri deildir komnar að þolmörkum. „Mönnunin er bara alls ekki góð, alltaf undirmönnun og öryggi við hættumörk sjúklinga og starfsmanna! Þessi bylgja er líklega sú versta hingað til og hún hefur ekki náð hámarki. Starfsfólk hleypur um ganga og þarf að forgangsraða og nær varla að sinna grunnþörfum sjúklinga,“ skrifar Sólveig. „Gæti urlast úr reiði þegar ég veit hvað fólk er hundlasið“ Hún segist mjög ósátt með þá umræðu um að „við þurfum að lifa með veirunni.“ Hún segir það ekki möguleika í stöðunni, heilbrigðiskerfið myndi bugast. „Hvernig eigum við að lifa með veirunni? Með því að opna allt og spítalinn fer á hlið og allt starfsfólk dettur niður af því það getur ekki meir, hvað verður þá um sjúklingana?“ spyr Sólveig. Sólveig segist bálreið vegna umræðunnar um óþarfa takmarkanir.Sólveig Gylfadóttir „Heilbrigðiskerfið getur ekki lifað þannig með veirunni. Ég gæti urlast úr reiði þegar ég heyri fólk segja þetta þegar ég veit hvað fólk er hundlasið, á öllum aldri, bólusett, óbólusett, þau eru mörg dauðhrædd og einangruð frá öllum og fær síðan kannski bara lágmarksþjónustu vegna manneklu. Auðvitað er allt gert til að manna og tryggja öryggi, það bara er erfitt að fá fólk til að vinna í þessu komið á annað ár, fólk sem hefur keyrt sig út í öllum bylgjunum.“ Mjólkar sig á milli þess sem hún sinnir sjúklingum Hún segist þó þakklát fyrir að geta hjálpað og segist elska starfið sitt. Hún hafi aðallega ákveðið að snúa aftur úr fæðingarorlofinu til að létta undir samstarfsfólki sínu og vegna samhyggðar sem hún hafi til sjúklinga. „Á milli þess sem ég sinni covid sjúklingum fer ég fram og pumpa mig svo ég missi ekki niður brjóstamjólkina þar sem sonur minn er eingöngu á brjósti,“ skrifar Sólveig. „Samstarfsfólkið mitt eru englar í mannsmynd og eru hetjur og fyrirmyndir. Yfirmenn á deildinni ættu að fá fálkaorðuna fyrir að hafa hvatt okkur áfram og haldið okkur á lofti allan þennan tíma, og fyrir þrotlausa vinnu sem þau hafa unnið,“ skrifar Sólveig. Sólveig vann í fyrstu bylgjunni með ungbarn heima, í þriðju bylgjunni þunguð og nú í þeirri fjórðu með fjögurra mánaða barn heima.Sólveig Gylfadóttir „Við erum sprungin!“ Hún segist viss um að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað starfmenn spítalans geri til að láta hlutina ganga upp. Í fyrstu bylgjunni hafi hún sjálf til dæmis unnið nánast daglega með ungbarn. „Í fyrstu bylgjunni vann ég nánast alla daga, OG var heima með dóttur mína sem var ekki orðin eins árs og ekki byrjuð á leikskóla. Ég skipulagði mig bara vel en fékk nánast enga hvíld og keyrði mig alveg út. Aftur í þriðju bylgjunni þá vann ég ólétt. Og nú mæti ég aftur til leiks með 4 mánaða gamalt barn heima líka,“ skrifar Sólveig. Hún segist reið og ósátt. Álagið sé ómannlegt. Hún segir að áður en fólk hvetji til að veirunni sé sleppt lausri út í samfélagið setji það sig í stöðu sjúkrahússstarfsmanna og sjúklinga. „Í ALVÖRU er bara 200 manna samkomubann og 1m regla! Stjórnvöld viljiði plís gera eitthvað meira! Við erum sprungin!“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fæðingarorlof Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? 6. ágúst 2021 11:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30
Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? 6. ágúst 2021 11:30
Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57