Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 12:03 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira