Fótbolti

Hólmar Örn og félagar með stórsigur í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hólmar Örn og Steven Lennon í baráttunni.
Hólmar Örn og Steven Lennon í baráttunni. Vísir/Hulda Margrét

Hólmar Örn og félagar hans í Rosenborg eru svo sannarlega í góðum málum eftir 6-1 sigur gegn slóvenska liðinu Domzale í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 

Adam Andersson kom Rosenborg í 1-0 eftir aðeins sjö mínútna leik, áður en Dino Islamovic tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu.

Sven Karic varð svo fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 34. mínútu, og staðan því orðin 3-0.

Erlend Dahl Reitan skoraði fjórða mark norska liðsins þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en Enes Alic minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé.

Islamovic kom Rosenborg í 5-1 á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og Noah Holm innsyglaði öruggan 6-1 sigur Norðmannanna tæpum fimm mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrri leikur liðanna, en seinni viðurignin fer fram í Slóveníu næstkomandi þriðjudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.