Fótbolti

Farið að gjósa íslenskum framherjum hjá Lyngby: Staðfesta Sævar Atla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon mun spila í treyju númer 21 hjá Lyngb,.
Sævar Atli Magnússon mun spila í treyju númer 21 hjá Lyngb,. Twitter@LyngbyBoldklub

Danska b-deildarfélagið hefur staðfest komu íslenska framherjans Sævars Atla Magnússonar til félagsins.

Lyngby kaupir Sævar Atla frá Leikni í Reykjavík þar sem þessi 21 árs gamli sóknarmaður hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni í sumar.

Sævar Atli var kynntur með eldgosi á miðlum Lyngby í dag. Hann skrifað undir samning til ársins 2024.

Sævar Atli hefur verið fyrirliði Leiknisliðsins í sumar og er með 10 mörk í 13 leikjum í deildinni. Hann er annar markhæstur á eftir hjá Víkingi. Hann hefur skorað 66 prósent marka Breiðholtliðsins og er sá eini sem hefur skorað tíu mörk fyrir félagið í efstu deild

Freyr Alexandersson er eins og kunnugt er þjálfari Lyngby og auðvitað uppalinn hjá Leikni. Það var einmitt Freyr sem gaf Sævari Atla fyrsta tækifærið í efstu deild sumarið 2015. Hann mun nú líka gefa honum fyrsta tækifærið í atvinnumennsku.

Lyngby hefur byrjað mjög vel á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í dönsku B-deildinni og vann 9-0 sigur í fyrstu umferð bikarsins í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.