Fótbolti

UEFA hyggst refsa enska knattspyrnusambandinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ítalía hafði betur gegn þeim ensku í úrslitaleiknum á Wembley í síðasta mánuði.
Ítalía hafði betur gegn þeim ensku í úrslitaleiknum á Wembley í síðasta mánuði. Paul Ellis - Pool/Getty Images

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur lagt fram mál gegn enska knattspyrnusambandinu vegna slakrar öryggisgæslu á úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM karla í fótbolta á Wembley í síðasta mánuði.

Fjölmargir stuðningsmenn, sem ekki voru með miða leikinn, brutu sér leið inn á völlinn og fjöldi myndbanda sást af harkalegu ofbeldi innan veggja Wembley.

UEFA hóf rannsókn á málinu í síðasta mánuði og munu nú ákvarða refsingu enska sambandsins sem mun byggja á niðurstöðum þeirrar rannsóknar.

Vera má að enska sambandið hafi brotið reglu 16 í þeirra agareglum sem kveða á um reglu og öryggi á leikjum á vegum UEFA.

Að minnsta kosti sjö manns hafa verið handtekin af lögreglunni í Lundúnum vegna málsins sem eiga yfir höfði sér kærur fyrir allt frá líkamsárásum, ólátum, og þjófnaði til eitrunar.

Lögreglan gaf þá út myndir af 15 einstaklingum í síðustu viku sem eru eftirlýst vegna meintra glæpa á Wembley.


Tengdar fréttir

Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn

Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×