Innlent

Fjórir inn og fjórir út af Landspítalanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landspítalinn í Fossvogi
Landspítalinn í Fossvogi Vísir/Egill

Fjórir voru lagðir inn á Landspítalann í gær með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Alls eru sextán inniliggjandi með Covid-19. Þar af er einn á gjörgæslu og hefur því fækkað um einn á gjörgæslu frá því í gær.

Þrjátíu sjúklingar hafa verið lagðir inn á spítalann í núverandi bylgju. Nú eru 1.351 í eftirliti á Covid göngudeild, þar af 229 börn.

Tuttugu starfsmenn spítalans eru í einangrun, tuttugu eru í sóttkví A og 114 í vinnusóttkví.

Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1.329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1.941 í sóttkví.

Af þeim sem greindust með með veiruna í gær var 71 fullbólusettur, tveir hálfbólusettir og 43 óbólusettir.


Tengdar fréttir

Skoða að koma varan­legri Co­vid-deild á lag­girnar

Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins.

Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær

Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×