Innlent

Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mikið álag er á Landspítalanum, jafnvel þótt flestir smituðu séu aðeins með væg einkenni.
Mikið álag er á Landspítalanum, jafnvel þótt flestir smituðu séu aðeins með væg einkenni. Vísir/Vilhelm

Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví.

Í einkennasýnatökum gærdagsins greindust 103 en þrettán í sóttkvíar- og handahófsskimunum.

Af þeim sem greindust með með veiruna í gær var 71 fullbólusettur, tveir hálfbólusettir og 43 óbólusettir.

Fjörtíu og tveir voru í sóttkví en 74 utan sóttkvíar við greiningu.

Athygli vekur að töluvert fleiri sýni voru tekin í gær en í fyrradag; 2.414 í gær samanborið við 1.823 á mánudag. Þá reyndust 108 jákvæðir.

Sextán liggja á sjúkrahúsi veikir af Covid-19.

Nú eru 254.443 fullbólusettir gegn kórónuveirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.