Erlent

Hönnuður bóluefnisins frá AstraZeneca orðinn að Barbie-dúkku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gilbert vissi í fyrstu ekki hvað henni ætti að þykja um uppátækið en segist vonast til að það veiti börnum innblástur til að leggja stund á raunvísindi.
Gilbert vissi í fyrstu ekki hvað henni ætti að þykja um uppátækið en segist vonast til að það veiti börnum innblástur til að leggja stund á raunvísindi. AP/Mattel

Leikfangarisinn Mattel hefur afhjúpað nýja línu af Barbie-dúkkum til heiðurs konum sem hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn SARS-CoV-2. Þeirra á meðal er prófessorinn Sarah Gilbert, sem „hannaði“ bóluefnið frá AstraZeneca.

Um er að ræða sex dúkkur en hinar eru meðal annars eftirmyndir ástralsks læknis sem fann upp endurnýtanlegan hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og brasilísks lífeindafræðings.

„Ég vonast til þess að dúkkan mín muni vekja athygli barna á störfum sem þau kannast ef til vill ekki við, eins og bóluefnafræðingur,“ segir Gilbert, sem þótti í fyrstu nokkuð skrýtið að vera allt í einu orðin að dúkku.

Gilbert segist afar áhugasöm um að hvetja stúlkur til að leggja stund á raunvísindi og segist vonast til þess að uppátæki Mattel muni hjálpa börnum að skilja hversu mikilvæg vísindastörf eru. 

AP/Mattel


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×