Fótbolti

Inter hafnaði 85 milljóna punda tilboði Chelsea í Lukaku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku átti hvað stærstan þátt í því að Inter varð ítalskur meistari á síðasta tímabili.
Romelu Lukaku átti hvað stærstan þátt í því að Inter varð ítalskur meistari á síðasta tímabili. getty/Alessandro Sabattini

Ítalíumeistarar Inter höfnuðu tilboði Evrópumeistara Chelsea í belgíska framherjann Romelu Lukaku.

Sky á Ítalíu greinir frá því að Chelsea hafi boðið Inter 85 milljónir punda og Marcos Alonso fyrir Lukaku en ítalska félaginu hafi ekki þótt það nóg.

Inter á í talsverðum fjárhagsvandræðum og Antonio Conte hætti sem knattspyrnustjóri liðsins vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. Inter er samt ekki tilbúið að selja Lukaku, allavega ekki fyrir það sem Chelsea bauð í hann.

Lukaku var í þrjú ár á mála hjá Chelsea en lék aðeins fimmtán leiki með liðinu og skoraði ekki mark. Chelsea seldi hann til Everton fyrir 28 milljónir punda 2014.

Lukaku skoraði 24 mörk fyrir Inter á síðasta tímabili þegar liðið varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í ellefu ár.

Chelsea er í framherjaleit og hefur einnig sterklega verið orðað við Erling Håland, leikmann Borussia Dortmund.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.