Innlent

Rúðubrot og ölvunarakstur á rafmagnshlaupahjóli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Laust fyrir miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um rúðubrot í skóla í Vesturbænum. Í ljós kom að búið var að mölva rúður í mörgum gluggum.

Um klukkan 4.30 var síðan tilkynnt um innbrot í skóla í Vesturbæ en í tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur ekki fram hvort um sama skóla var að ræða.

Lögreglu barst einnig tilkynning í gær um innbrot í geymslu í póstnúmerinu 103. Þar kom eigandi heim um kvöldmatarleytið og varð þess var að búið var að brjótast inn í geymslu og róta í munum en ekki er vitað hverju var stolið.

Þá voru afskipti höfð af manni á heimili í póstnúmerinu 104 en hann er grunaður um vörslu fíkniefna. Lagt var hald á ætluð fíkniefni og lyf. Annar maður var handtekinn í miðborginni sökum annarlegs ástands og var sá vistaður í fangageymslum.

Í Garðabæ var tilkynnt um umferðarslys rétt fyrir kl. 2 í nótt. Þar datt maður af rafmagnshlaupahjóli og meiddist á fæti. Var hann fluttur á Landspítala með mikla verki en samkvæmt tilkynningu lögreglu er maðurinn grunaður um ölvunarakstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.