Fótbolti

Ari og Ísak höfðu betur gegn Kolbeini og félögum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak Bergmann.jfif

Það var boðið upp á Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kolbeinn Sigþórsson hóf leik í fremstu víglínu Gautaborgar þegar liðið fékk Íslendingalið Norrköping í heimsókn.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru í byrjunarliði Norrköping sem vann leikinn 1-2.

Ari og Kolbeinn léku allan leikinn en Ísaki var skipt af velli á 87.mínútu.

Aron Bjarnason var ekki í leikmannahópi Sirius sem tapaði 1-2 fyrir Örebro.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.