Innlent

Rannsaka andlát mannsins sem lést eftir handtöku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn var í geðrofsástandi þegar hann var handtekinn fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið í fyrri nótt. Hann lést í lögreglubílnum.
Maðurinn var í geðrofsástandi þegar hann var handtekinn fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið í fyrri nótt. Hann lést í lögreglubílnum. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á andláti karlmanns eftir handtöku í austurbæ Reykjavíkur í gær. Skýrslutökur fóru fram í dag auk þess sem læknisfræðileg rannsókn fer fram í vikunni.

 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir þetta en segir ekki ljóst hvort eitthvað refsivert hafi átt sér stað. Lögum samkvæmt rannsaki héraðssaksóknari mál er varða lögreglumenn. 

Maðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var fluttur með lögreglubíl á Landspítalann en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Hann var fæddur árið 1985.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.