Fótbolti

Ingibjörg og Sveindís á skotskónum í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad
Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad Instagram/@sveindisss

Íslendingaliðin Valerenga og Kristianstad mættust í æfingaleik í dag.

Með norska úrvalsdeildarliðinu Valerenga leikur íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir ásamt íslenska ungstirninu Amöndu Andradóttir. Ingibjörg skoraði fyrra mark Valerenga í 2-2 jafntefli.

Ansi margir Íslendingar eru svo á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad sem þjálfað er af Elísabetu Gunnarsdóttur en með liðinu leika Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, sú síðarnefnda að láni frá þýska stórliðinu Wolfsburg.

Sveindís Jane skoraði annað marka Kristianstad í leiknum en sænska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir sumarfrí um miðjan mánuðinn.

Norska deildin hins vegar að fara aftur af stað um næstu helgi þar sem Valerenga mætir Kolbotn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.