Fótbolti

Andstæðingar Blika byrja vel heima fyrir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marki fagnað í dag.
Marki fagnað í dag. vísir/Getty

Skoska úrvalsdeildin hóf göngu sína um helgina og verðandi andstæðingar Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu fóru vel af stað.

Aberdeen mun mæta Breiðabliki í 3.umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu næstkomandi fimmtudag en í dag tóku þeir á móti Dundee United í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Aberdeen vann sannfærandi 2-0 sigur þar sem Írinn Jonny Hayes og Bandaríkjamaðurinn Christian Ramirez voru á skotskónum á Pittodrie leikvangnum.

Aberdeen hefur á að skipa öflugu liði í ár. Meðal leikmanna liðsins er harðjaxlinn Scott Brown sem hefur verið andlit Celtic undanfarinn áratug en hann færði sig um set í Skotlandi í sumar og er spilandi aðstoðarþjálfari Aberdeen. Hann lék allan leikinn á miðju Aberdeen við hlið skoska ungstirnisins Lewis Ferguson.


Tengdar fréttir

Andstæðingar Blika hyggjast reisa styttu af Ferguson

Skoska knattspyrnufélagið Aberdeen hyggst reisa styttu af goðsögninni Sir Alex Ferguson fyrir utan heimavöll félagsins, Pittodrie. Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjóri í sögu félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.