Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar ræst út vegna mótor­hjóla­slyss

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þyrla Land­helgis­gæslunnar var ræst út í hádeginu vegna mótor­hjóla­slyss í Árneshreppi.
Þyrla Land­helgis­gæslunnar var ræst út í hádeginu vegna mótor­hjóla­slyss í Árneshreppi. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag vegna mótorhjólaslyss sem átti sér stað í Árneshreppi. Einn einstaklingur slasaðist en ekki er vitað um líðan hans sem stendur.

Útkall barst björgunarsveitum í Árneshrepp um hádegisbil í dag. Tilkynnt var um einstakling sem hafði slasast í mótorhjólaslysi. Landsbjörg gat ekki veitt nánari upplýsingar um einstaklinginn og upplýsingafulltrúi hafði ekki vitneskju um líðan viðkomandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjúkrabíll voru einnig send á vettvang. Slysið átti sér stað á Ströndum á Vestfjörðum nærri Gjögri. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.