Fótbolti

Arnór Ingvi og félagar á toppnum - Róbert á bekknum á Miami

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bestir í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Bestir í Bandaríkjunum um þessar mundir. visir/getty

Arnór Ingvi Traustason og félagar í New England Revolution tróna á toppi MLS deildarinnar í Bandaríkjunum.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði liðsins þegar það heimsótti New York Red Bulls síðastliðna nótt og úr varð afar fjörugur leikur. 

Red Bulls náði forystunni snemma leiks en Arnór Ingvi átti þátt í jöfnunarmarki New England eftir klukkutíma leik. Heimamenn náðu hins vegar forystunni aftur strax í kjölfarið.

Arnóri Ingva var skipt af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks og gestirnir nýttu síðustu sex mínútur leiksins til að koma til baka og vinna leikinn en sigurmarkið skoraði Adam Burkes þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Þriðji sigur New England Revolution í röð og hefur liðið nú átta stiga forystu á toppi Austurdeildarinnar.

Í nótt var Róbert Orri Þorkelsson í fyrsta skipti í leikmannahópi Montreal Impact en hann sat allan tímann á varamannabekknum og sá liðsfélaga sína tapa fyrir Inter Miami þar sem Gonzalo Higuain gerði bæði mörk Miami liðsins.

MLS

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×