Fótbolti

Draumabyrjun Freys í Danmörku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Freyr Alexandersson glaðbeittur með treyju Lyngby.
Freyr Alexandersson glaðbeittur með treyju Lyngby. mynd/Lyngby Boldklub

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í dönsku B-deildinni í fótbolta.

Lyngby heimsótti Jammerbugt í dag en Jammerbugt gerði jafntefli í fyrstu umferðinni á meðan Lyngby vann 2-1 sigur.

Frederik Gytkjær kom lærisveinum Freys í forystu eftir 25 mínútna leik í dag og á 74.mínútu tvöfaldaði Lasse Fosgaard forystuna.

Skömmu síðar, á 82.mínútu, fékk Emil Nielsen, leikmaður Lyngby, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Heimamenn í Jammerbugt náðu að nýta sér liðsmuninn og minnka muninn í eitt mark seint í uppbótartímanum en 1-2 sigur Lyngby staðreynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×