Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 07:33 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Vilhjálmur staðfestir þetta við Fréttablaðið og segir að um sameiginlega ákvörðun þeirra hafi verið að ræða. Ingólfur, sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð, segir að þeir hafi sammælst um að verkefnið væri orðið það umfangsmikið að erfitt væri fyrir Vilhjálm að sinna því einn meðfram öðrum verkefnum. Tónlistarmaðurinn kveðst í samtali við RÚV vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla sinna. Sent minnst sex einstaklingum kröfubréf Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Vilhjálmur hafi fyrir hönd Ingólfs kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur Ingó krafist bóta og afsökunarbeiðna frá sex einstaklingum sem ýmist tjáðu sig opinberlega um meinta refsiverða háttsemi eða fluttu fréttir af sögunum. Í þeim er Ingólfur sakaður um kynferðilega áreitni og kynferðisbrot en hann hefur hafnað ásökununum. Fram hefur komið að Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, markaðsstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV og Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og rekstrarstjóri, hafi öll fengið kröfubréf frá Ingólfi vegna ummæla eða skrifa sinna. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur þeirra sem Ingólfur lögsækir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Vilhjálmur staðfestir þetta við Fréttablaðið og segir að um sameiginlega ákvörðun þeirra hafi verið að ræða. Ingólfur, sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð, segir að þeir hafi sammælst um að verkefnið væri orðið það umfangsmikið að erfitt væri fyrir Vilhjálm að sinna því einn meðfram öðrum verkefnum. Tónlistarmaðurinn kveðst í samtali við RÚV vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla sinna. Sent minnst sex einstaklingum kröfubréf Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Vilhjálmur hafi fyrir hönd Ingólfs kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur Ingó krafist bóta og afsökunarbeiðna frá sex einstaklingum sem ýmist tjáðu sig opinberlega um meinta refsiverða háttsemi eða fluttu fréttir af sögunum. Í þeim er Ingólfur sakaður um kynferðilega áreitni og kynferðisbrot en hann hefur hafnað ásökununum. Fram hefur komið að Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, markaðsstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV og Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og rekstrarstjóri, hafi öll fengið kröfubréf frá Ingólfi vegna ummæla eða skrifa sinna. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur þeirra sem Ingólfur lögsækir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23